Aðalfundur Atorku 2018

AÐALFUNDARBOÐ

Kæri Atorkufélagi.

Boðað er til aðalfundar og vorferðar Atorku, miðvikudaginn 9.maí nk.

Fundurinn verður haldinn að Hellishólum í Fljótshlíð og hefst kl.18:00.

Dagskrá skv.samþykktum samtakanna: http://www.atorkan.is/samthykktir/   Boðið verður uppá léttar veitingar á fundinum.

Í tengslum við aðalfundinn förum við í hefðbundna „vorferð“ þar sem fyrirtæki á svæðinu verða heimsótt og menningarlegur fróðleikur verður meðtekinn.

Dagskrá dagsins verður þannig:

  • Lagt af stað frá Selfossi (Hótel Selfoss) kl.13:30 með rútu (frá Þorlákshöfn kl.13:00 sé næg þátttaka þaðan)
  • Heimsókn í Samverk ehf. Hellu 14:00 til 15:00
    • Örn Þór Alfreðsson framkvæmdastjóri tekur á móti hópnum, fer yfir starfsemi félagsins og starfstöðvar skoðaðar.
  • Heimsókn í SS Hvolsvelli             15:30 til 16:30
    • Farið verður yfir starfsemi félagsins og afurðir kynntar.
  • Söguferð um Njáluslóðir 16:30 til 17:45
    • Lárus Bragason leiðsegir.

Eins og venjulega verður um að ræða skemmtilega og fróðlega ferð og hvetjum við Atorkufélaga til að mæta og taka þátt. Auðvitað er sjálfsagt að bjóða með sér samstarfs-mönnum.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 4.maí nk. í netfangið sthor@trs.is og upplýsið þar um fjölda þátttakenda.

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður

Með Atorkukveðjum

Stjórn Atorku