Aðalfundur 2015

Aðalfundur Atorku fór fram föstudaginn 9.október 2015. Fundurinn og ferðin í tengslum við hann, tókst svona líka glimrandi vel. Þátttakan var ljómandi góð, en alls tóku um 30 aðilar þátt, Atorkufélagar og gestir þeirra.

Komið var við hjá tveimur félögum okkar á leiðinni og fyrirtæki þeirra skoðuð, annars vegar á Espiflöt og hins vegar í Gunnbjarnarholt. Það er frómt frá því að segja að móttökurnar voru aldeilis frábærar, fræðandi kynningar og dásamlegar veitingar.

Aðalfundurinn fór vel fram, en hann var haldinn í Hestakránni á Húsatóftum. Aðalfundarstörfin voru skv.samþykktum samtakanna, s.s. flutt skýrsla stjórnar, stjórnarkosning og ákvörðun um árgjöld. Umræður voru góðar og líflegar.

Eftirtaldir einstaklingar voru kosnir í stjórn:
• Sigurður Þór Sigurðsson (TRS) formaður
• Ármann Einarsson (Auðbjörg) meðstj.
• Bergsteinn Einarsson (Set) meðstj.
• Ragnar Pálsson (Samverk) meðst.
• Valdimar Hafsteinsson (Kjörís) meðstj.

Varamenn voru kosnir:
• Ólafur Hannesson (Hafnarnes-Ver) og Rúnar Guðjónsson (VÍS).

Árgjöldin voru ákvörðuð þannig:
• Félagi með 1-5 starfsmenn kr.5.000-
• Félagi með 6-10 starfsmenn kr.10.000-
• Félagi með 11-50 starfsmenn Kr.15.000-
• Félagi með 51+ starfsmenn kr.20.000-