Fyrirtækið sem námsstaður

Í flestum fyrirtækjunum landsins fer  fram einhverskonar nám allan daginn, alla daga hjá öllum starfshópum.  Hjá mörgum fyrirtækjum er örugglega hægt að gera mun meira til að ýta undir þetta nám og auka þar með framleiðni og styrkja samkeppnishæfni viðkomandi fyrirtækja.

Fjárfesting í menntun starfsmanna, skipulagðri eða minna skipulagðri, á að skila arði og gerir það ef rétt er á málum haldið.

Fræðslumál fyrirtækja í dag er spennandi deigla ýmissa hugmynda, tilrauna og skipulagðra fræðsluleiða.

Atorka hefur fengið tvo heiðursmenn til liðs við sig til að ræða þessi mál.

  • Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs og verkefnisstjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, segir m.a. frá reynslu af fjölþættum fræðsluverkefnum fyrirtækja. Sveinn er jafnframt formaður stjórnar Háskólafélags Suðurlands.

 

  • Haukur Harðarson er sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, sem er sérfræðisetur í eigu vinnumarkaðarins og sinnir m.a. málefnum framhaldsfræðslunnar.  Haukur er sérfræðingur í innleiðingu og beitingu raunfærnimats í atvinnulífinu og mun ræða reynsluna af því verkfæri og nýjar aðferðir við vottun færni og náms á vettvangi iðnfyrirtækja í Svíþjóð.

 

Fundurinn verður haldinn í Tryggvaskála á Selfossi, fimmtudaginn 11.febrúar nk. og hefst kl.15:00.

Sunnlenskir atvinnurekendur ásamt öðrum sem vilja sig láta málið varða, eru hvattir til að mæta.

Stjórn Atorku