Hádegisverðafundur með Jóni í Össuri

Atorka hélt hádegisverðarfund á Hótel Selfoss fimmtudaginn 9.nóvember 2017, þar sem Jón Sigurðsson forstjóri Össurar kom í heimsókn. Jón kom víða við í sinni framsögu, sagði m.a. frá starfsemi Össurar, rekstri fyrirtækisins, stjórununarháttum, honum sjálfum ofl.ofl.

Mjög góð mæting var á þessum fundi, en yfir 50 manns mættu og nutu þess fróðleiks sem Jón flutti þeim.

Fundur þessi er annar haustfundurinn nú í ár sem Atorka stendur fyrir, en fundir þessir miða m.a. að því að miðla fróðleik til sunnlenskra atvinnurekenda og starfsmanna þeirra.