Fundur um fjórðu iðnbyltinguna

Vel sóttur og vel heppnaður fundur um fjórðu iðnbyltinguna.

Atorka stóð fyrir fundi þann 10.október í Tryggvaskála á Selfossi, þar sem Illugi Gunnarsson stjórnarformaður Byggðastofnunar og fv.ráðherra, fór yfir sína sýn á þá byltingu sem er að eiga sér stað um þessar mundir og mun breyta samfélögum heimsins gríðarlega á næstu árum. Fyrri tæknibyltingar breyttu miklu fyrir lífskjör fólks og fjölguðu störfum. Líkindi benda til þess að sú stóra og mikla tæknibylting sem er að eiga sér stað nú, muni í raun ekki fjölga heldur fækka störfum, kallar á nýja hugsun í undibúningi komandi kynslóða fyrir þessa tíma.

Fundurinn var vel sóttur, en um 30 Atorkufélagar mættu.