Boðað er til aðalfundar Atorku, föstudaginn 20.maí nk.
Fundurinn verður haldinn í nágrenni við Haltern am See í Þýskalandi. Endanleg stað- og tímasetning verður ákveðin þegar nær dregur.
Dagskrá skv.samþykktum samtakanna:
- Skýrsla stjórnar
- Afgreiðsla reikninga
- Kosning formanns
- Kosning stjórnarmanna
- Kosning endurskoðenda
- Ákvörðun um árgjald
- Önnur mál
Óskað er eftir tillögum s.s. um stjórnarmenn eða önnur málefni sem afgreiða þarf á fundinum, sem allra fyrst, eða í síðasta lagi þriðjudaginn 17.maí nk. Vinsamlegast sendið viðkomandi erindi á undirritaðan. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta á fundinn, en vilja með einhverjum hætti taka þátt s.s. að koma á framfæri skilaboðum eða fyrirspurnum, eru beðnir um að hafa samband við undirritaðan og við leysum málin. Bendum á ýmsar tiltækar tæknilausnir s.s. síma og Skype.
Eins og margoft áður þá verður í tengslum við aðalfundinn blandað saman fræðslu og upplifun ýmiskonar. Í þetta skiptið förum við í fyrirtækjaheimsóknir í tveimur löndum, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Þýskalandi. Við byrjum á því að heimsækja H.Hardeman í Hollandi, en þar er um að ræða stóran framleiðanda á stálgrindarhúsum fyrir fjölbreytt notkunarsvið. Einnig heimsækjum við Set Pipes GmbH í Þýskalandi, en þar er um að ræða leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og sölu á einangruðu lagnaefni. Við munum einnig leggja áherslu á og kynna okkur ítarlega menningu á þeim svæðum sem við förum um, s.s. verslun og þjónustu, framleiðslu margskonar s.s. bruggun víns, öls osfrv.