Vorferð Atorku 2016

Vorferð Atorku var farin til Hollands og Þýskalands dagana 19.- 20.maí 2016.

54 einstaklingar tóku þátt í ferðinni, Atorkufélagar og makar þeirra.

Heimsótt voru tvö fyrirtæki í ferðinni.  Annars vegar heimsóttum við H.Hardeman í Veenendaal í Hollandi sem er stór framleiðandi á stálgrindarhúsum og samstarfsaðili Landstólpa ehf. í Gunnbjarnarholti. Gríðarlega áhugavert fyrirtæki að skoða og fóru menn þaðan margs fróðari.

Hins vegar heimsóttum við Set Pipes í Halterm am See í Þýskalandi, en um er að ræða systurfyrirtæki Set ehf. á Selfossi. Þarna er verið að vinna frábært starf bæði í framleiðslu á rörum, svo og sölu- og markaðssetningu á afurðum fyrirtækjanna í Evrópu. Stórkostleg heimsókn í alla staði sem lengi verður í minnum höfð.

Hópurinn átti svo frábærar stundir í Düsseldorf þar sem menn nutu lísins og þeirra listisemda sem sú ágæta borg býður uppá.

Aðalfundur samtakanna var svo haldinni í ferðinni.