Aðalfundur, vorferð og 25 ára afmælisfagnaður 2017

Aðalfundur Atorku fór fram á föstudaginn 5.maí 2017, í starfsstöð Auðbjargar ehf. í Þorlákshöfn.

Fundurinn var léttur,  skemmtilegur og mikið spjallað auk hefðbundinna aðalfundarstarfa. Um 30 manns mættu á fundinn.

Sigurður Þór Sigurðsson hjá TRS Selfossi var endurkjörinn sem formaður samtakanna.

Aðrir í stjórn voru kjörnir:

 • Ármann Einarsson – Auðbjörg ehf. Þorlákshöfn
 • Bergstein Einarsson – Set ehf. Selfossi
 • Rúnar Guðjónsson –  VÍS Selfossi / Suðurlandi
 • Valdimar Hafsteinsson – Kjörís ehf. Hveragerði

Og varamenn:

 • Dagný Magnúsdóttir – Hendur í Höfn Þorlákshöfn
 • Oddur Árnason – SS Hvolsvelli / Selfossi
 • Ragnar Pálsson – Samverk Hellu

Og endurskoðendur:

 • Jón Bergsson – Kjarna bókhald
 • Jón R Bjarnason – Íslandsbanki

Árgjald var samþykkt svona:

 • Félagi með 1-5 starfsmenn                kr.5.000-
 • Félagi með 6-10 starfsmenn              kr.10.000-
 • Félagi með 11-50 starfsmenn:           kr.15.000-
 • Félagi með 51+ starfsmenn:              kr.20.000-

Í tengslum við aðalfundinn heimsóttum við þrjá áhugaverða rekstraraðila í Þorlákshöfn, þ.e. Skinney-Þinganes, Þorlákshafnarhöfn og Auðbjörgu. Afskaplega fræðandi og gaman að koma á þessa staði.

Eftir aðalfund var snæddur afmæliskvöldverð í Ráðhúsi Ölfuss, þar sem Dagný í Hendur í höfn og hennar starfsfólk, göldruðu fram dýrindis veitingar. Bjarni Harðarson bóksali mætti á staðinn og sagði sögur, auk þess sem veislugestir miðluðu ýmsu af þekkingu sinni. Veislustjórinn Valdimar Hafsteinsson í Kjörís, hélt uppi veislustjórn af miklum skörungsskap og sagði skemmtisögur inn á milli.