Kynningafundur um upplýsingaöryggi

Atorka stóð fyrir upplýsingafundi  fimmtudaginn 26.janúar um öryggi tölvukerfa, nýju Persónuverndarlögin og varasama skilmála samfélagsmiðla. Oddur Hafsteinsson sérfræðingur í upplýsingaöryggismálum hjá TRS  fór yfir hvar helstu hættur á gagnatapi, gagnaleka og gagnaþjófnaði liggja, hvernig beri að umgangast sínar tölvur, síma og aðra nettengda hluti svo og hvað ber helst að hafa í huga við vinnu á þessi tól öllsömul til þess að sem mesta öryggis sé gætt.  Einnig voru kynntar breytingar sem verða með nýjum lögum um persónuvernd og áhrif þeirra á fyrirtæki og stofnanir, lögin verða innleidd fyrri hluta ársins 2018 og er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að hefja undirbúningsvinnu fljótlega.

Einkar fróðlegar og áhugaverðar upplýsingar sem þarna komu fram.

Fundurinn var haldinn í húsakynnum TRS ehf. á Selfossi